Hafna nýrri stjórnarskrá 27. júní 2006 05:15 Atkvæði talin í Róm Atkvæðum hellt úr kjörkassa til talningar í Róm í gær. MYND/AP Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag hafnaði meirihluti ítalskra kjósenda tillögu að víðtækri uppfærslu á stjórnarskrá Ítalíu sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Silvios Berlusconi hafði látið gera. Samkvæmt fyrstu tölum var tillagan felld með öruggum mun, en sú niðurstaða er fagnaðarefni fyrir núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka undir forystu Romanos Prodi. Atkvæðagreiðslan var álitin prófraun á fylgi við nýju stjórnina, tveimur mánuðum eftir að flokkabandalagið sem að henni stendur vann nauman sigur í þingkosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin í vel yfir helmingi allra hinna rúmlega sextíu þúsund kjördæma höfnuðu rúmlega 62 prósent kjósenda stjórnarskrárbreytingunum en tæplega 38 prósent vildu samþykkja þær. Þessar niðurstöður eru okkur hvatning til að fylgja ótrauðir okkar striki, sagði Arturo Parisi, varnarmálaráðherra og samherji Prodis til margra ára. Stjórn Prodis hafði beitt sér gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem hún sagði myndu færa óhóflega miklar valdheimildir til framkvæmdavaldsins. Breytingarnar hefðu meðal annars styrkt völd forsætisráðherrans, fært héraðsstjórnum aukin völd á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm, og fækkað þingmönnum. Aðrar breytingar miðuðu meðal annars að því að stuðla að stöðugri ríkisstjórnum en Ítalir hafa búið við á síðustu áratugum. Erlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag hafnaði meirihluti ítalskra kjósenda tillögu að víðtækri uppfærslu á stjórnarskrá Ítalíu sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Silvios Berlusconi hafði látið gera. Samkvæmt fyrstu tölum var tillagan felld með öruggum mun, en sú niðurstaða er fagnaðarefni fyrir núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka undir forystu Romanos Prodi. Atkvæðagreiðslan var álitin prófraun á fylgi við nýju stjórnina, tveimur mánuðum eftir að flokkabandalagið sem að henni stendur vann nauman sigur í þingkosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin í vel yfir helmingi allra hinna rúmlega sextíu þúsund kjördæma höfnuðu rúmlega 62 prósent kjósenda stjórnarskrárbreytingunum en tæplega 38 prósent vildu samþykkja þær. Þessar niðurstöður eru okkur hvatning til að fylgja ótrauðir okkar striki, sagði Arturo Parisi, varnarmálaráðherra og samherji Prodis til margra ára. Stjórn Prodis hafði beitt sér gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem hún sagði myndu færa óhóflega miklar valdheimildir til framkvæmdavaldsins. Breytingarnar hefðu meðal annars styrkt völd forsætisráðherrans, fært héraðsstjórnum aukin völd á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm, og fækkað þingmönnum. Aðrar breytingar miðuðu meðal annars að því að stuðla að stöðugri ríkisstjórnum en Ítalir hafa búið við á síðustu áratugum.
Erlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira