Erlent

Syngur ekki góða spænsku

Bush bandaríkjaforseti
Bush bandaríkjaforseti

George W. Bush Bandaríkjaforseti kann ekki nóg í spænsku, að sögn talsmanns hans í Hvíta húsinu. Fyrir vikið getur hann ekki sungið spænsku útgáfuna af bandaríska þjóðsöngnum, sem er kölluð "Nuestro himno." "Forsetinn talar spænsku, en ekki nógu vel," sagði Scott McClellan, talsmaður forsetans.

Bush hefur verið gagnrýndur fyrir að krefjast þess að innflytjendur frá spænskumælandi löndum syngi þjóðsönginn á ensku. "Mér finnst að fólk sem óskar þess að verða ríkisborgarar eigi að læra ensku og læra hvernig á að syngja þjóðsönginn á ensku," sagði forsetinn nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×