Dönsuðu af fögnuði 27. júní 2006 05:00 Dansað í Dili Fólk safnaðist saman á götum í Austur-Tímor í gær og dansaði til að fagna afsögn forsætisráðherrans. Margir höfðu málað sig hvíta í tilefni dagsins. MYND/AP Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum. Erlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum.
Erlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira