Erlent

Raunverulegt sprengiefni

Sprengjubeltið fjarlægt
Norðmaðurinn var í símasambandi við lögregluna meðan sprengjusérfræðingur leysti beltið á sunnudaginn.
Sprengjubeltið fjarlægt Norðmaðurinn var í símasambandi við lögregluna meðan sprengjusérfræðingur leysti beltið á sunnudaginn. MYND/Nordicphotos/afp

Sænska lögreglan hefur staðfest að efnið sem bundið var um mitti grátandi Norðmanns í Stokkhólmi á sunnudaginn var virkt sprengiefni.

Málið þykir allt hið kynlegasta og var Norðmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, settur í geðrannsókn eftir að sprengjubeltið var leyst af honum.

Hann heldur því fram að honum hafi verið haldið nauðugum viljugum í þrjá daga í íbúð í Stokkhólmi og strokið úr vistinni á sunnudaginn.

Einn maður hefur nú þegar verið handtekinn í tengslum við mannránið og lögreglan leitar tveggja annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×