Í kapphlaup um gjafmildi 28. júní 2006 05:00 Bill Gates, eiginkona hans Melinda Gates, og Warren Buffett Þau skýrðu sameiginlega frá rausnarlegri gjöf Buffets til líknarstofnunar Gates-hjónanna á blaðamannafundi um helgina. MYND/AP Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum. Erlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum.
Erlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira