Dómar voru kveðnir upp yfir níu manns í Kaupmannahöfn í gær vegna morðs á nítján ára stúlku, Ghazala Khan, í september síðastliðnum.
Það var eldri bróðir hennar sem skaut hana tveimur dögum eftir brúðkaup hennar vegna þess að fjölskylda hennar, sem er frá Pakistan, gat ekki sætt sig við val hennar á brúðguma.
Hinir dæmdu eru allir úr fjölskyldu hinnar myrtu, eða vinahópi fjölskyldunnar.
Eiginmaður hennar var skotinn tvisvar í magann, en hann lifði af árásina.