Erlent

Bjarndýrið fellt í Bæjaralandi

flóttabjörninn Brúnó Bjarndýrið komst á síður blaðanna og skyggði jafnvel á HM í knattspyrnu sem stærsta frétt Bæjaralands.
flóttabjörninn Brúnó Bjarndýrið komst á síður blaðanna og skyggði jafnvel á HM í knattspyrnu sem stærsta frétt Bæjaralands.

Brúnó, björninn ítalskættaði sem hefur reikað um skóga Bæjaralands undanfarinn mánuð, var skotinn í gær og drapst í kjölfarið, tveggja ára að aldri. Dýraverndunarsinnar eru reiðir vegna málsins og hefur umhverfis­ráðherra Bæjaralands, sem fyrirskipaði drápið, fengið morðhótanir í kjölfarið. Áður höfðu yfirvöld ákveðið að drepa Brúnó ekki, en skiptu um skoðun.

Yfirvöld segja það einungis hafa verið tímaspursmál hvenær björninn hefði ráðist á fólk, en fram að því hafði hann bara drepið kindur og kanínur. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir það voru sem skutu hann, af ótta við hefndar­aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×