Meint fangaflug CIA rannsakað áfram 28. júní 2006 07:00 Franco Frattini og Dick Marty Á blaðamannafundi í Strassborg í gær. fréttablaðið/ap Þing Evrópuráðsins samþykkti nær einróma í gær að halda skyldi áfram rannsókn á meintum leynilegum fangaflutningum og fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í lögsögu Evrópuríkja. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sló því föstu að menn sem grunaðir hefðu verið um að vera viðriðnir hryðjuverkastarfsemi hefðu verið handteknir og seldir í hendur útsendara Bandaríkjastjórnar í evrópskri lögsögu. Frattini hvatti til þess að ítarleg rannsókn færi fram í hverju landi á meintu ólöglegu athæfi erlendra útsendara og samsekt stjórnvalda í viðkomandi Evrópuríkjum í hugsanlegum mannréttindabrotum. Fór hann þess jafnframt á leit að reynt yrði að tryggja að erlendir útsendarar kæmust ekki upp með það framvegis að fremja mannréttindabrot í Evrópu. Frattini sagði það vera "staðreynd" að slík tilvik hefðu átt sér stað í evrópskri lögsögu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, en fjöldi þeirra væri óljós. Einnig væri óljóst að hve miklu leyti stjórnvöld í viðkomandi Evrópulöndum hafi verið upplýst um það sem fram fór og að hve miklu leyti þau lögðu hinum erlendu útsendurum lið. Hann sagði það vera á könnu landsyfirvalda að ganga úr skugga um hvað hæft sé í öllum þeim ábendingum sem fram koma um meint mannréttindabrot af hálfu erlendra útsendara í hverju landi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sem unnin var í nafni mannréttinda- og laganefndar Evrópuráðsþingsins, er komist að þeirri niðurstöðu að sterkar vísbendingar séu um að í 14 Evrópulöndum hefðu stjórnvöld gerst meðsek um slík brot. Nýja ályktunin, sem samþykkt var í gær, veitir umboð til að halda þessari rannsókn áfram. "Það er nauðsynlegt að upplýsa málið til fulls, það vantar ennþá töluvert upp á að stjórnvöld í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins hafi veitt þær upplýsingar sem beðið hefur verið um, til að skýra sinn hlut í málinu. Það eru dæmi um það að mönnum var rænt um hábjartan dag af útsendurum Bandaríkjastjórnar og það er auðvitað ekki líðandi að slíkt sé gert í lögsögu Evrópuríkja," sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem var annar tveggja íslenskra þingmanna sem sóttu fundEvrópuráðsþingsins að þessu sinni. Hinn var Birgir Ármannsson. Báðir sögðu þeir að af því að dæma sem fram er komið sé engin ástæða til að ætla að Ísland hafi tengst þessum málum á nokkurn hátt. Birgir lét þess jafnframt getið að hafa bæri í huga að engar óyggjandi sannanir væru bornar fram í skýrslu Dick Marty, aðeins rök færð fyrir missterkum vísbendingum um að umrædd brot hefðu átt sér stað. Erlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti nær einróma í gær að halda skyldi áfram rannsókn á meintum leynilegum fangaflutningum og fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í lögsögu Evrópuríkja. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sló því föstu að menn sem grunaðir hefðu verið um að vera viðriðnir hryðjuverkastarfsemi hefðu verið handteknir og seldir í hendur útsendara Bandaríkjastjórnar í evrópskri lögsögu. Frattini hvatti til þess að ítarleg rannsókn færi fram í hverju landi á meintu ólöglegu athæfi erlendra útsendara og samsekt stjórnvalda í viðkomandi Evrópuríkjum í hugsanlegum mannréttindabrotum. Fór hann þess jafnframt á leit að reynt yrði að tryggja að erlendir útsendarar kæmust ekki upp með það framvegis að fremja mannréttindabrot í Evrópu. Frattini sagði það vera "staðreynd" að slík tilvik hefðu átt sér stað í evrópskri lögsögu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, en fjöldi þeirra væri óljós. Einnig væri óljóst að hve miklu leyti stjórnvöld í viðkomandi Evrópulöndum hafi verið upplýst um það sem fram fór og að hve miklu leyti þau lögðu hinum erlendu útsendurum lið. Hann sagði það vera á könnu landsyfirvalda að ganga úr skugga um hvað hæft sé í öllum þeim ábendingum sem fram koma um meint mannréttindabrot af hálfu erlendra útsendara í hverju landi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sem unnin var í nafni mannréttinda- og laganefndar Evrópuráðsþingsins, er komist að þeirri niðurstöðu að sterkar vísbendingar séu um að í 14 Evrópulöndum hefðu stjórnvöld gerst meðsek um slík brot. Nýja ályktunin, sem samþykkt var í gær, veitir umboð til að halda þessari rannsókn áfram. "Það er nauðsynlegt að upplýsa málið til fulls, það vantar ennþá töluvert upp á að stjórnvöld í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins hafi veitt þær upplýsingar sem beðið hefur verið um, til að skýra sinn hlut í málinu. Það eru dæmi um það að mönnum var rænt um hábjartan dag af útsendurum Bandaríkjastjórnar og það er auðvitað ekki líðandi að slíkt sé gert í lögsögu Evrópuríkja," sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem var annar tveggja íslenskra þingmanna sem sóttu fundEvrópuráðsþingsins að þessu sinni. Hinn var Birgir Ármannsson. Báðir sögðu þeir að af því að dæma sem fram er komið sé engin ástæða til að ætla að Ísland hafi tengst þessum málum á nokkurn hátt. Birgir lét þess jafnframt getið að hafa bæri í huga að engar óyggjandi sannanir væru bornar fram í skýrslu Dick Marty, aðeins rök færð fyrir missterkum vísbendingum um að umrædd brot hefðu átt sér stað.
Erlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira