Leyndardómur í almannaeigu 29. júní 2006 00:01 Í fjóra áratugi hefur verð á raforku til stóriðju verið pólitískt ágreiningsefni. Þegar kemur að röksemdafærslum í þessari stórdeilu sést sem fyrr að fátt er nýtt undir sólinni. Vissulega er það svo að skynsemi framleiðslu og sölu á raforku í þessu skyni má skoða frá ólíkum kögunarhólum. Hjá því fer ekki að mismunandi viðhorf til iðnaðar af þessu tagi og náttúruverndar ræður í einhverju mati á því hvað telst hagkvæmt í þessu efni. Nú er aftur á móti um það deilt hvort réttlætanlegt sé að halda raforkuverði leyndu til stórkaupenda á borð við álver. Tilefnið er að forstjóri erlends álfyrirtækis sem hér hefur fjárfest talaði af sér í útlöndum. Hann hefur nú beðist afsökunar. Tal hans taldist samkvæmt samningi vera alvarleg mistök. Þetta tiltekna mál snýst um orkuverð Landsvirkjunar. En hér eiga öll þrjú stærstu orkuframleiðslufyrirtækin hlut að máli. Þau eru öll í almannaeigu. Eitt er sameign ríkisins og tveggja sveitarfélaga. Hin tvö eru í eigu sveitarfélaga. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort afsökunarbeiðnin þjónaði hagsmunum eigenda fyrirtækisins. Stjórnendur Landsvirkjunar segja að leyndin þjóni hagsmunum fyrirtækisins. Vel má vera að sú afstaða byggi á réttsýni frá því sjónarhorni sem stjórnarborð Landsvirkjunar veitir. En það er ekki þar með sagt að eigendurnir sjái þá réttsýni frá þeim víðu völlum sem þeir horfa til álitaefnisins. Á sínum tíma þótti rekstur með þessum hætti henta til orkuöflunar fyrir stóriðju. Þá var arðsemi bannorð í miðstýrðu efnahagskerfi, hvað þá í opinberum rekstri. Alþjóðabankinn gerði hins vegar arðsemiskröfur af lánum til nýrra stórvirkjana. Við þessar aðstæður var rekstrarform Landsvirkjunar búið til. Hún hefur alla tíð verið í ákveðinni fjarlægð frá ríkisvaldinu þó að ekkert fyrirtæki sé í raun og veru meira opinbert. Orkufyrirtæki Reykjavíkur og Suðurnesja hafa um margt dregið dám af Landsvirkjun að þessu leyti. Í nútíma samfélagi verða fyrirtæki hins vegar annaðhvort að lúta opinberum forskriftum eða leikreglum einkamarkaðarins. Það er ekki bæði hægt að sleppa og halda í því efni. Með öðrum orðum er ekki unnt að njóta þess besta úr tveimur ólíkum heimum og sleppa hinu. Virkjanaframkvæmdir þessara fyrirtækja eru að mestu kostaðar með lánsfé sem skattborgararnir ábyrgjast. Að auki er svo styrkur Orkuveitu Reykjavíkur byggður á einokunargróða af sölu á heitu vatni. Skattborgararnir og greiðendur hitaveituokursins í Reykjavík eru á hinn bóginn ekki í sömu stöðu gagnvart þessum fyrirtækjum eins og hluthafar í fyrirtækjum á markaði. Meðan þau fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli njóta þeirrar aðstöðu sem fylgir opinberum rekstri þurfa þau einnig að hlíta almennum reglum sem gilda um peninga skattborgaranna. Svo einfalt er það mál. Ókosturinn við ríkisrekstur er meðal annars sá að eigendurnir hafa ekki sömu beinu hagsmunatengsl og hluthafar í einkafyrirtækjum. Bestu stjórnmálmenn geta ekki, þrátt fyrir góðan vilja, upphafið þetta lögmál þó að þeir setjist með góðan ásetning við stjórnarborð opinberra fyrirtækja. Að þessu virtu má ljóst vera að það fær ekki staðist að fara með orkuverð til stóriðju sem eins konar leyndardóm í almannaeigu. Verð á framleiðslu getur farið leynt í einkarekstri á raunverulegum samkeppnismarkaði. Ekkert af orkufyrirtækjunum uppfyllir þau skilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Í fjóra áratugi hefur verð á raforku til stóriðju verið pólitískt ágreiningsefni. Þegar kemur að röksemdafærslum í þessari stórdeilu sést sem fyrr að fátt er nýtt undir sólinni. Vissulega er það svo að skynsemi framleiðslu og sölu á raforku í þessu skyni má skoða frá ólíkum kögunarhólum. Hjá því fer ekki að mismunandi viðhorf til iðnaðar af þessu tagi og náttúruverndar ræður í einhverju mati á því hvað telst hagkvæmt í þessu efni. Nú er aftur á móti um það deilt hvort réttlætanlegt sé að halda raforkuverði leyndu til stórkaupenda á borð við álver. Tilefnið er að forstjóri erlends álfyrirtækis sem hér hefur fjárfest talaði af sér í útlöndum. Hann hefur nú beðist afsökunar. Tal hans taldist samkvæmt samningi vera alvarleg mistök. Þetta tiltekna mál snýst um orkuverð Landsvirkjunar. En hér eiga öll þrjú stærstu orkuframleiðslufyrirtækin hlut að máli. Þau eru öll í almannaeigu. Eitt er sameign ríkisins og tveggja sveitarfélaga. Hin tvö eru í eigu sveitarfélaga. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort afsökunarbeiðnin þjónaði hagsmunum eigenda fyrirtækisins. Stjórnendur Landsvirkjunar segja að leyndin þjóni hagsmunum fyrirtækisins. Vel má vera að sú afstaða byggi á réttsýni frá því sjónarhorni sem stjórnarborð Landsvirkjunar veitir. En það er ekki þar með sagt að eigendurnir sjái þá réttsýni frá þeim víðu völlum sem þeir horfa til álitaefnisins. Á sínum tíma þótti rekstur með þessum hætti henta til orkuöflunar fyrir stóriðju. Þá var arðsemi bannorð í miðstýrðu efnahagskerfi, hvað þá í opinberum rekstri. Alþjóðabankinn gerði hins vegar arðsemiskröfur af lánum til nýrra stórvirkjana. Við þessar aðstæður var rekstrarform Landsvirkjunar búið til. Hún hefur alla tíð verið í ákveðinni fjarlægð frá ríkisvaldinu þó að ekkert fyrirtæki sé í raun og veru meira opinbert. Orkufyrirtæki Reykjavíkur og Suðurnesja hafa um margt dregið dám af Landsvirkjun að þessu leyti. Í nútíma samfélagi verða fyrirtæki hins vegar annaðhvort að lúta opinberum forskriftum eða leikreglum einkamarkaðarins. Það er ekki bæði hægt að sleppa og halda í því efni. Með öðrum orðum er ekki unnt að njóta þess besta úr tveimur ólíkum heimum og sleppa hinu. Virkjanaframkvæmdir þessara fyrirtækja eru að mestu kostaðar með lánsfé sem skattborgararnir ábyrgjast. Að auki er svo styrkur Orkuveitu Reykjavíkur byggður á einokunargróða af sölu á heitu vatni. Skattborgararnir og greiðendur hitaveituokursins í Reykjavík eru á hinn bóginn ekki í sömu stöðu gagnvart þessum fyrirtækjum eins og hluthafar í fyrirtækjum á markaði. Meðan þau fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli njóta þeirrar aðstöðu sem fylgir opinberum rekstri þurfa þau einnig að hlíta almennum reglum sem gilda um peninga skattborgaranna. Svo einfalt er það mál. Ókosturinn við ríkisrekstur er meðal annars sá að eigendurnir hafa ekki sömu beinu hagsmunatengsl og hluthafar í einkafyrirtækjum. Bestu stjórnmálmenn geta ekki, þrátt fyrir góðan vilja, upphafið þetta lögmál þó að þeir setjist með góðan ásetning við stjórnarborð opinberra fyrirtækja. Að þessu virtu má ljóst vera að það fær ekki staðist að fara með orkuverð til stóriðju sem eins konar leyndardóm í almannaeigu. Verð á framleiðslu getur farið leynt í einkarekstri á raunverulegum samkeppnismarkaði. Ekkert af orkufyrirtækjunum uppfyllir þau skilyrði.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun