Erlent

Vilja hafa opið á sunnudögum

Á Champs Elysées Skotar í eyðsluham á Parísarbreiðgötunni frægu. Frakkar deila nú um sunnudagsopnun verslana við hana.
Á Champs Elysées Skotar í eyðsluham á Parísarbreiðgötunni frægu. Frakkar deila nú um sunnudagsopnun verslana við hana.

Á flestum stöðum í Frakklandi má ekki hafa verslarnir opnar á sunnudögum, en á verslunargötunni Champs-Elysées eru þó leyfðar undantekningar. Flókin reglugerð ræður ferð og tvær lögsóknir munu brátt skera úr um hvað má og hvað má ekki.

Franskir verslunarmenn og verkalýðsfélögin hafa eldað grátt silfur um hvort hafa megi búðir opnar á hvíldardeginum eða ekki. Kaupmenn vona að sunnudagsopnun geti dregið eitthvað úr atvinnuleysinu sem þjakar Frakkland, en það mælist nú 9,3 prósent. Nú er svo komið að tveir hópar hafa lagt fram kæru vegna nýrrar tveggja ferkílómetra verslunarmiðstöðvar á Champs-Elysées sem mun verða opin á sunnudögum. Ákærendurnir, Félag fataiðnaðarins og Kristilega verkalýðsfélagið, segja að búðir muni ekkert græða á þessum opnunartíma og vera stórlega undirmannaðar á álagstímum.

Í Evrópu eru reglur um opnunartíma verslana mismunandi eftir löndum. Í Póllandi og Króatíu mega búðir hafa opið á sunnudögum, en kaþólska kirkjan hefur barist hatrammlega gegn því. Í Þýskalandi hefur kaupmönnum verið leyft að breyta afgreiðslutíma í verslunum sínum meðan á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stendur, þó að stjórnarskráin frá 1949 leggi blátt bann við öðru en hvíld og trúariðkun á hvíldar­deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×