Erlent

Landadrykkjan drepur marga

Landabruggari í Moskvu Svo margir falla í valinn í Rússlandi eftir neyslu samagonka að jaðrar við faraldur.
Landabruggari í Moskvu Svo margir falla í valinn í Rússlandi eftir neyslu samagonka að jaðrar við faraldur. MYND/Nordicphotos/AFP

Fjörutíu og tvö þúsund Rússar deyja árlega úr neyslu heimatilbúins landa, að því er Rashid Núrgalíeff, innanríkisráðherra Rússlands, greindi frá. Hann lét einnig hafa eftir sér að drykkjusýki Rússa væri "þjóðarharmleikur," sem hefði fækkað Rússum stórlega frá falli Sovétríkjanna. Á árunum 1991 til 2001 jókst áfengisneysla í Rússlandi um fjörutíu prósent, samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Rússum fækkar nú um sjö hundruð þúsund manns á ári og er fólksfækkunin rakin til ringulreiðar í efnahagsmálum, sem hefur skaðað heilbrigðiskerfi landsins til muna. Fæðingartíðni er lægri og lífslíkur minni en áður, einungis 66 ár að meðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×