Erlent

Búast við svari frá Íransstjórn

Utanríkisráðherrar Margaret Becker frá Bretlandi og Condoleezza Rice frá Bandaríkjunum í Moskvu.
Utanríkisráðherrar Margaret Becker frá Bretlandi og Condoleezza Rice frá Bandaríkjunum í Moskvu. MYND/AP

Bandaríkin, Rússland og önnur iðnríki í hópi átta stærstu iðnríkja heims sögðust í gær vænta þess að írönsk stjórnvöld veiti svar í næstu viku við tilboði stórveldanna til lausnar deilunni um kjarnorkuáform Írana.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðherrum G8-hópsins í Moskvu í gær segir að það valdi vonbrigðum hve Íranar hafi verið lengi að veita svar sitt.

Þeir segjast reikna með því að svar komi á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins með samningamanni Írans 5. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×