Erlent

Verstu flóð áratugum saman

Allt á floti Fólk hefur gripið til ýmissa ráða til að komast leiða sinna í Banda­ríkjunum seinustu daga.
Allt á floti Fólk hefur gripið til ýmissa ráða til að komast leiða sinna í Banda­ríkjunum seinustu daga. MYND/AP

Flóðgarðar sem byggðir hafa verið í kringum Susquehanna-ána í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum héldu í gær, og urðu til þess að yfirvöld afturkölluðu fyrirskipanir um brottflutning um tvö hundruð þúsund manns úr Wilkes-Barre-borg.

Minnst þrettán manns hafa farist vegna flóðanna, þar af fimm í Pennsylvaníu, fjórir í Maryland, einn í Virginíu og þrír í New York, og óttast er um afdrif fleira fólks.

Hundruðir manna úr þjóðvarðliðinu, lögreglu og strandgæslu sinna nú björgunarstörfum á svæðinu, en talið er að viðgerðir vegna skemmdanna sem flóðin hafa valdið muni kosta milljarða.

Auk þeirra sem skipað var að yfirgefa heimili sín í Pennsylvaníu, hafayfirvöld fyrirskipað brottfluttning á ákveðnum svæðum í New Jersey, Maryland og New York. Neyðarástandi var lýst um allt New Jersey-ríki í gær vegna flóðanna.- smk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×