Konur kjósa í fyrsta sinn 30. júní 2006 07:45 Kosningar í Kúveit Kúveisk kona kýs í þingkosningum sem fram fóru í Kúveit í gær. Þetta voru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru þar í landi þar sem konum er heimil þátttaka, bæði sem kjósendur og frambjóðendur. Mikil stemning ríkti á kjörstöðum kvenna, en kjörstaðir voru kynskiptir. MYND/AP Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa. Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa.
Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira