Ísraelar handtaka Palestínuþingmenn 30. júní 2006 06:30 Ísraelski herinn handtók í gær á Vesturbakkanum tugi palestínskra þingmanna úr Hamas-samtökunum, þar á meðal sjö ráðherra úr Palestínustjórn. Einnig héldu ísraelskir hermenn áfram aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til þess að þrýsta á að ísraelskur hermaður, sem Palestínumenn handtóku á sunnudag, verði látinn laus. Hins vegar frestuðu Ísraelar að gera stóra innrás á Gaza-svæðið í gær, og þótti það til marks um að eitthvað hefði miðað í samningaviðræðum um að fá hermanninn lausan. Hernaður Ísraela hefur til þessa mest beinst að suðurhluta Gaza-svæðisins, þar sem talið er að hinn 19 ára hermaður, sem heitir Gilad Shalit, sé hafður í haldi. Herskáir hópar Palestínumanna tóku ísraelska hermanninn í sína vörslu á sunnudag, þegar þeir gerðu árás á ísraelska landamærastöð. Á þriðjudaginn hóf ísraelski herinn svo innrás sína á Gaza-strönd með loftárásum og brynvögnum og sú innrás hélt áfram í gær, þrátt fyrir að viðamikilli innrás landhersins úr norðri hafi verið frestað. Í gær skýrði einn hinna herskáu hópa Palestínumanna, sem stóðu að árásinni á sunnudag, frá því að þeir hefðu tekið 18 ára ísraelskan landnema af lífi, en lík hans fannst grafið á Vesturbakkanum í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa handtekið 64 embættismenn frá Hamas-samtökunum í gærmorgun á Vesturbakkanum, þar á meðal aðstoðarforsætisráðherra Palestínustjórnar, sjö aðra ráðherra og tuttugu þingmenn. Ísraelar segja þessar handtökur eingöngu gerðar til þess að draga úr getu Hamas-samtakanna til þess að ráðast á Ísraela, en Yair Naveh, yfirmaður í ísraelska hernum, viðurkenndi að til greina kæmi að láta þessa Palestínumenn lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, sem Palestínumenn hafa í haldi. Palestínumenn voru ævareiðir þessum handtökum. Við höfum enga stjórn, ekki neitt, sagði Saeb Erekat, sem er í flokki með hinum hófsamari Mahmoud Abbas forseta. Þetta er algjörlega óþolandi og við krefjumst þess að þeir verði látnir lausir þegar í stað. Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ísraelski herinn handtók í gær á Vesturbakkanum tugi palestínskra þingmanna úr Hamas-samtökunum, þar á meðal sjö ráðherra úr Palestínustjórn. Einnig héldu ísraelskir hermenn áfram aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til þess að þrýsta á að ísraelskur hermaður, sem Palestínumenn handtóku á sunnudag, verði látinn laus. Hins vegar frestuðu Ísraelar að gera stóra innrás á Gaza-svæðið í gær, og þótti það til marks um að eitthvað hefði miðað í samningaviðræðum um að fá hermanninn lausan. Hernaður Ísraela hefur til þessa mest beinst að suðurhluta Gaza-svæðisins, þar sem talið er að hinn 19 ára hermaður, sem heitir Gilad Shalit, sé hafður í haldi. Herskáir hópar Palestínumanna tóku ísraelska hermanninn í sína vörslu á sunnudag, þegar þeir gerðu árás á ísraelska landamærastöð. Á þriðjudaginn hóf ísraelski herinn svo innrás sína á Gaza-strönd með loftárásum og brynvögnum og sú innrás hélt áfram í gær, þrátt fyrir að viðamikilli innrás landhersins úr norðri hafi verið frestað. Í gær skýrði einn hinna herskáu hópa Palestínumanna, sem stóðu að árásinni á sunnudag, frá því að þeir hefðu tekið 18 ára ísraelskan landnema af lífi, en lík hans fannst grafið á Vesturbakkanum í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa handtekið 64 embættismenn frá Hamas-samtökunum í gærmorgun á Vesturbakkanum, þar á meðal aðstoðarforsætisráðherra Palestínustjórnar, sjö aðra ráðherra og tuttugu þingmenn. Ísraelar segja þessar handtökur eingöngu gerðar til þess að draga úr getu Hamas-samtakanna til þess að ráðast á Ísraela, en Yair Naveh, yfirmaður í ísraelska hernum, viðurkenndi að til greina kæmi að láta þessa Palestínumenn lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, sem Palestínumenn hafa í haldi. Palestínumenn voru ævareiðir þessum handtökum. Við höfum enga stjórn, ekki neitt, sagði Saeb Erekat, sem er í flokki með hinum hófsamari Mahmoud Abbas forseta. Þetta er algjörlega óþolandi og við krefjumst þess að þeir verði látnir lausir þegar í stað.
Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira