Erlent

Fetaostsmyglari flýr tollverði

Tuttugu og átta ára gamall maður, sem reyndi að smygla tveimur tonnum af fetaosti inn í Noreg, lagði á flótta þegar tollverðir gáfu honum merki um að stöðva flutningabíl sinn.

Maðurinn keyrði yfir Svínasundsbrúna þegar tollararnir vildu ná tali af honum, samkvæmt frétt Aftenposten. Flóttinn endaði hins vegar kílómetra síðar, og uppgötvaði yfirvaldið þá að auk ostsins hafði maðurinn um 360 kíló af niðursoðnum pylsum í bílnum.

Við yfirheyrslu sagðist hann vera á leið til Osló, en neitaði að gefa upp áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×