Erlent

Tilraunaskot "óásættanlegt"

Junichiro Koizumi og George W. Bush
Stilltu sér upp fyrir fundinn í Hvíta húsinu á fimmtudag og lofuðu góða samvinnu sína gegnum árin.
Junichiro Koizumi og George W. Bush Stilltu sér upp fyrir fundinn í Hvíta húsinu á fimmtudag og lofuðu góða samvinnu sína gegnum árin. MYND/Nordicphotos/afp

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, og George W. Bush, forseti Banda-ríkjanna, hittust á fimmtudag og vöruðu Norður-Kóreumenn við því að skjóta langdrægri eldflaug á loft í tilraunaskyni. Hótaði Koizumi Norður-Kóreumönnum "ýmsum þrýstingi" ef af skotinu yrði, án þess að útskýra orð sín nánar. Bush sagði að mögulegar tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu væru "óásættanlegar".

Enn er ekkert vitað um hvort Norður-Kóreumenn hafa í hyggju að gera tilraun með að skjóta eldflauginni á loft eða ekki, en orðrómur er uppi um að þeir hafi fyllt hana með eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×