Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli 1. júlí 2006 06:45 Ayaan Hirsi Ali Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira