Erlent

Beltið reyndist rangt tengt

Sprengjubeltið sem fjarlægt var af manni í Stokkhólmi í Svíþjóð um síðustu helgi var rangt tengt og hefði því ekki getað sprungið í loft upp, að sögn sænsks saksóknara.

Beltið var tekið af Norðmanni sem sagðist hafa verið rænt og haldið í gíslingu í þrjá daga með beltið um sig miðjan. Hann segir mannræningjana hafa hótað að sprengja sprengjuna með aðstoð farsíma, og að hann hafi flúið frá þeim. Saksóknarinn sagðist telja mannræningjana hafa vitað hvað þeir voru að gera og hafa eingöngu ætlað að hræða manninn, en ekki sprengja hann í loft upp.

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, en hins þriðja er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×