Erlent

Bangsarnir gerðir þyngri

Börn með bangsa Bandarískir leikfangaframleiðendur ætla að berjast gegn offitu barna með því að gera bangsana þyngri.
Börn með bangsa Bandarískir leikfangaframleiðendur ætla að berjast gegn offitu barna með því að gera bangsana þyngri.

Árum saman hafa bandarísk börn bætt á sig sífellt fleiri aukakílóum og verður þessi þróun heilbrigðiskerfinu þar í landi æ þyngri byrði.

En nú geta leikfangaframleiðendur farið að hjálpa til, því lausnin gæti falist í þyngri böngsum.

Þyngri leikföng fá börnin nefnilega til að brenna fleiri hitaeiningum við leik og gefur þeim styrkari vöðva, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Indínanaháskólans.

Þó bentu vísindamennirnir á að of þung leikföng gætu verið notuð sem vopn ef krílunum sinnaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×