Erlent

Telpurnar voru kyrktar

Sorg Belgar eru miður sín yfir morðunum á tveimur ungum stjúpsystrum, en lík þeirra fundust á miðvikudag.
Sorg Belgar eru miður sín yfir morðunum á tveimur ungum stjúpsystrum, en lík þeirra fundust á miðvikudag. MYND/AP

Belgísku telpurnar tvær sem fundust látnar á miðvikudag í Belgíu eftir tæplega þriggja vikna leit, voru báðar myrtar, að sögn belgískra saksóknara. Þær voru báðar kyrktar og hafði eldri telpunni verið nauðgað fyrir dauða hennar. Líkin voru krufin á fimmtudag.

Telpurnar, sem voru sjö og tíu ára gamlar stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í Liege í Belgíu, en lík þeirra fundust í holræsi við lestarteina skammt frá bænum. Einn maður situr í haldi, grunaður um aðild að málinu, en hann neitar sök.

Belgar eru harmi slegnir yfir atburðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×