Erlent

Mútur og gjafir faldar í bókhaldi

 Níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn sænska áfengisframleiðandans Vin & Sprit voru ákærðir í gær fyrir meinta aðild sína að einu stærsta hneykslismáli sem upp hefur komið innan sænsku áfengisverslunarinnar.

Vínbúðir Svía eru ríkisreknar líkt og hér á landi og bannað er að hygla einni tegund frekar en annarri. Fólkið er sakað um að hafa þegið mútur sem nemur nær sjö milljónum íslenskra króna, og falið svindlið í bókhaldi.

Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem hófst árið 2003 vegna gruns um að áfengisdreifingaraðilar mútuðu starfsfólki vínbúðanna til að ota vörum sínum fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×