Erlent

Engin kona komst á þing

Breytingar í vændum Búast má við miklum breytingum í Kúveit á næstu árum, þó engin kona hafi komist inn á þing í nýafstöðnum kosningum.
Breytingar í vændum Búast má við miklum breytingum í Kúveit á næstu árum, þó engin kona hafi komist inn á þing í nýafstöðnum kosningum. MYND/nordicphotos/afp

Umbótasinnar hlutu meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru í Kúveit á fimmtudag, en engin kona komst á þing.

Niðurstöðurnar, sem birtar voru í gær, voru mörgum mikið áfall, en þetta var í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa og bjóða sig fram til þings. Þó konur hefðu eingöngu verið 27 af 249 frambjóðendum, vonuðu margir að einhverjar þeirra næðu kjöri.

Þó má búast við umbótum í Kúveit næstu árin, því 57 prósent kjósenda í Kúveit eru konur og er því líklegt að stjórnmálamenn muni sinna málefnum kvenna meira nú en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×