Erlent

Viðræður við ETA

José Luis Rodríguez Zapatero
Ætlar að hefja friðarviðræður við ETA-samtökin.
José Luis Rodríguez Zapatero Ætlar að hefja friðarviðræður við ETA-samtökin. MYND/nordicphotos/afp

José Luis Rodriguez Zapatero, forætisráðherra Spánar, tilkynnti á blaðamannafundi á fimmtudag að hann hygðist hefja „langar og erfiðar“ friðarviðræður við hin alræmdu ETA-samtök aðskilnaðarsinnaðra Baska. Í viðræðunum verður einblínt á endalok sjálfra samtakanna og örlög fimm hundruð baskneskra fanga sem dúsa í spænskum fangelsum, vegna tengsla við ETA. Sjálfstæði Baskalands verður ekki til umræðu.

Tilkynningin var áhrifamikil, enda um mikið deilumál á Spáni að ræða og Spánverjar klofnir í tvennt í afstöðu sinni til viðræðnanna. Mariano Rajoy, formaður PP, helsta stjórnarandstöðuflokksins, var fljótur til að fordæma viðræðurnar og sakaði forsætis­ráðherrann um að „verðlauna hryðjuverk“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×