Erlent

Sekur um vísindafalsanir

 Nefnd sérfræðinga fann norska munnkrabbameins- og tannlækninn Jon Sudbø sekan um víðtækar vísindafalsanir í gær, og sagði meirihluta ævistarfs hans vera ómarktækt því hann hagræddi staðreyndum og bjó aðrar til.

Sudbø, sem starfaði á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, hefur viðurkennt sekt sína. Niðurstöður hans voru birtar í virtum vísindatímaritum, en þær sýndu að algeng bólgueyðandi lyf minnkuðu líkur á munnkrabbameini hjá reykingamönnum. Er Sudbø sagður hafa fundið upp fleiri en þúsund sjúklinga fyrir rannsóknirnar.

Nefndin hvatti til þess að leyfi Sudbøs yrðu afturkölluð. Hann má eiga von á lögsókn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×