Öflugt aðhald ASÍ 6. júlí 2006 12:03 Við Íslendingar búum við þann veruleika að tiltölulega fáir stórir aðilar eru í yfirburðarstöðu á flestum sviðum neytendamarkaðarins, hvort sem þar er höndlað með matvöru, símaþjónustu, lyf, eldsneyti, bankaþjónustu, tryggingar eða eitthvað annað af því sem snertir nauðsynleg útgjöld fjölskyldunnar. Við þessi skilyrði er ekki hægt að vanmeta hversu mikilvægt er að neytendur eigi sér öflugan málsvara sem veitir einkafyrirtækjum jafnt sem opinberum stofnunum strangt aðhald. Undanfarin ár hefur Alþýðusamband Íslands tekið afgerandi forystu í þessum efnum með reglubundnum verðlagskönnunum. Verðlagseftirlit ASÍ má rekja aftur til endurskoðunar kjarasamninga vorið 2001 þegar því var heitið í yfirlýsingu þáverandi forsætisráðherra að fjármagna verðlagseftirlitið til loka samningstímans 2003. Að þeim tíma loknum, og að fenginni góðri reynslu, var ákveðið að gera verðlagseftirlitið að ríkum þætti í starfsemi skrifstofu ASÍ. Ekki þarf að hafa mörg orð um að sú ákvörðun var skynsamleg. Slagkraftur ASÍ getur verið mikill ef sambandið kærir sig um, enda stærstu hagsmunasamtök íslensks launafólks. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru innan vébanda sambandsins, eða alls tæplega 90.000 manns. Eitt af yfirlýstum markmiðum ASÍ er barátta fyrir bættum kjörum og réttindum. Aðhald á neytendamarkaði fellur mjög vel að þeim markmiðum. Það liggur í augum uppi að til lítils er að berjast fyrir hærri launum ef sá ávinningur hverfur á markaði þar sem ríkir þegjandi samkomulag um að samkeppni sé ekki af hinu góða, eins og var til dæmis lengi vel tilfellið með eldsneytissölu hér á landi. Mikil umræða hefur verið um lyfjaverð undanfarnar vikur. Þar hefur ASÍ komið sterkt til leiks og vakið athygli á háu lyfjaverði og kallað eftir útskýringum á hækkun reiknaðrar álagningar lyfjabúðanna á algengum lyfjum. Í ljósi þess að tvær lyfjakeðjur eru með mikla yfirburðastöðu á markaði er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu að verð til neytenda hækki ekki nema að gefnum sannfærandi útskýringum. Fá mjög öflug fyrirtæki eiga að geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik. Ef teikn sjást um annað þá er það skylda ASÍ, og annarra málsvara neytenda, að vekja athygli á því með kröftugum hætti. ASÍ á fullt hrós skilið fyrir verðlagseftirlit sitt og mun vonandi halda áfram að efla þennan þátt starfseminnar af krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Við Íslendingar búum við þann veruleika að tiltölulega fáir stórir aðilar eru í yfirburðarstöðu á flestum sviðum neytendamarkaðarins, hvort sem þar er höndlað með matvöru, símaþjónustu, lyf, eldsneyti, bankaþjónustu, tryggingar eða eitthvað annað af því sem snertir nauðsynleg útgjöld fjölskyldunnar. Við þessi skilyrði er ekki hægt að vanmeta hversu mikilvægt er að neytendur eigi sér öflugan málsvara sem veitir einkafyrirtækjum jafnt sem opinberum stofnunum strangt aðhald. Undanfarin ár hefur Alþýðusamband Íslands tekið afgerandi forystu í þessum efnum með reglubundnum verðlagskönnunum. Verðlagseftirlit ASÍ má rekja aftur til endurskoðunar kjarasamninga vorið 2001 þegar því var heitið í yfirlýsingu þáverandi forsætisráðherra að fjármagna verðlagseftirlitið til loka samningstímans 2003. Að þeim tíma loknum, og að fenginni góðri reynslu, var ákveðið að gera verðlagseftirlitið að ríkum þætti í starfsemi skrifstofu ASÍ. Ekki þarf að hafa mörg orð um að sú ákvörðun var skynsamleg. Slagkraftur ASÍ getur verið mikill ef sambandið kærir sig um, enda stærstu hagsmunasamtök íslensks launafólks. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru innan vébanda sambandsins, eða alls tæplega 90.000 manns. Eitt af yfirlýstum markmiðum ASÍ er barátta fyrir bættum kjörum og réttindum. Aðhald á neytendamarkaði fellur mjög vel að þeim markmiðum. Það liggur í augum uppi að til lítils er að berjast fyrir hærri launum ef sá ávinningur hverfur á markaði þar sem ríkir þegjandi samkomulag um að samkeppni sé ekki af hinu góða, eins og var til dæmis lengi vel tilfellið með eldsneytissölu hér á landi. Mikil umræða hefur verið um lyfjaverð undanfarnar vikur. Þar hefur ASÍ komið sterkt til leiks og vakið athygli á háu lyfjaverði og kallað eftir útskýringum á hækkun reiknaðrar álagningar lyfjabúðanna á algengum lyfjum. Í ljósi þess að tvær lyfjakeðjur eru með mikla yfirburðastöðu á markaði er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu að verð til neytenda hækki ekki nema að gefnum sannfærandi útskýringum. Fá mjög öflug fyrirtæki eiga að geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik. Ef teikn sjást um annað þá er það skylda ASÍ, og annarra málsvara neytenda, að vekja athygli á því með kröftugum hætti. ASÍ á fullt hrós skilið fyrir verðlagseftirlit sitt og mun vonandi halda áfram að efla þennan þátt starfseminnar af krafti.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun