Tveir menn slösuðust illa í nautahlaupinu í Pamplona 11. júlí 2006 07:45 Óvæntur snúningur Þessum þátttakanda í nautahlaupinu varð ekki um sel þegar á hólminn var komið og hætti við í miðju kafi í gær, en boli lét ekki segjast og elti hann inn á áhorfendasvæðið á nautaatsvellinum við litla hrifningu áhorfenda. Þrettán manns hafa beðið bana í árlegum nautahlaupum í Pamplona síðan árið 1924, en fjölmargir slasast. MYND/AP Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926. Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926.
Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“