Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon 13. júlí 2006 07:15 Brú eyðilögð Ungur líbanskur maður sýndi friðarmerkið með fingrunum þegar ljósmyndara bar að garði. Maðurinn var að skoða rústir Qassmieh-brúarinnar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær í hefndarskyni fyrir handtöku Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum. MYND/AP Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna. Erlent Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna.
Erlent Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira