Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta 15. júlí 2006 08:45 Öngþveiti Fjölmargir reyndu í gær að yfirgefa Líbanon vegna árása Ísraelshers, og myndaðist mikið öngþveiti við landamæri Líbanons og Sýrlands. MYND/AP Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag. Mennirnir, þrír Íslendingar og Belgi, eru í Beirút vegna viðhalds á Airbus-þotu í eigu Atlanta flugfélagsins. Þeir hafa haldið kyrru fyrir á hótelherbergjum síðan árásirnar hófust, en lokað hefur verið fyrir flug og siglingar til og frá Líbanon. Fjöldi Líbana reynir nú að yfirgefa landið og hefur mikil örtröð myndast við landamærin inn í Sýrland, einu færu leiðina út úr landinu. Í gærkvöld höfðu alls 73 Líbanar farist í átökunum, nær allir óbreyttir borgarar, og 12 Ísraelar, þar af fjórir óbreyttir borgarar. Þetta eru hörðustu árásir Ísraelshers gegn Líbanon í 24 ár, en herinn er að reyna að útrýma Hezbollah samtökunum í hefndarskyni, en meðlimir samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum fyrr í vikunni. Herinn gerði árásir á höfuðstöðvar samtakanna í gær og í kjölfarið lýsti Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, yfir stríði á hendur ísraelsku þjóðinni. Jafnframt hafa meðlimir Hezbollah neitað að sleppa hermönnunum. Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem þurfa að ferðast til Mið-Austurlanda á næstunni um að sýna fyllstu gát og láta vita af ferðum sínum. Erlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag. Mennirnir, þrír Íslendingar og Belgi, eru í Beirút vegna viðhalds á Airbus-þotu í eigu Atlanta flugfélagsins. Þeir hafa haldið kyrru fyrir á hótelherbergjum síðan árásirnar hófust, en lokað hefur verið fyrir flug og siglingar til og frá Líbanon. Fjöldi Líbana reynir nú að yfirgefa landið og hefur mikil örtröð myndast við landamærin inn í Sýrland, einu færu leiðina út úr landinu. Í gærkvöld höfðu alls 73 Líbanar farist í átökunum, nær allir óbreyttir borgarar, og 12 Ísraelar, þar af fjórir óbreyttir borgarar. Þetta eru hörðustu árásir Ísraelshers gegn Líbanon í 24 ár, en herinn er að reyna að útrýma Hezbollah samtökunum í hefndarskyni, en meðlimir samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum fyrr í vikunni. Herinn gerði árásir á höfuðstöðvar samtakanna í gær og í kjölfarið lýsti Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, yfir stríði á hendur ísraelsku þjóðinni. Jafnframt hafa meðlimir Hezbollah neitað að sleppa hermönnunum. Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem þurfa að ferðast til Mið-Austurlanda á næstunni um að sýna fyllstu gát og láta vita af ferðum sínum.
Erlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira