Erlent

Bush og Blair töluðu af sér

Frá fundinum Bush: „Það sem þeir þurfa að gera er að fá Sýrland til að fá Hizbollah til að hætta þessu kjaftæði og þá er þetta búið.“
Frá fundinum Bush: „Það sem þeir þurfa að gera er að fá Sýrland til að fá Hizbollah til að hætta þessu kjaftæði og þá er þetta búið.“ MYND/Nordicphotos/afp
Bush: Hvað með Kofi Annan? Ég kann ekki við röð hlutanna. Hans viðhorf er í grunninn bara vopnahlé og að allt annað bjargist [að sjálfu sér].

Blair: Já, nei ég held að [óskýrt] sé afar erfitt. Við getum ekki stoppað þetta nema með samþykki fyrir alþjóðaher þarna.

Bush: Já.

Blair: Ég veit ekki hvað þið hafið talað um en eins og ég segi, þá er ég meira en til í að reyna að sjá hvernig landið liggur, en það þarf að gerast með hraði því annars mun þetta magnast upp.

Bush: Já, hún fer. Ég held að Condi [Condoleezza Rice] ætli að fara bráðum.

Blair: Það skiptir öllu máli. En, það tekur svolítinn tíma að koma [herliðinu] þaðan aftur.

Bush: Já, já.

Blair: En að minnsta kosti gefur það fólki ...

Bush: Það er farvegur, ég er sammála. Ég sagði henni frá tilboðinu þínu líka ...

Blair: Tja ... það er nú bara ef hún ætlar eða ef hún þarf jarðveginn undirbúinn eða þannig, eða ef hún fer þangað, þá verður hún að skila árangri, þannig séð, aftur á móti get ég farið þangað og bara spjallað.

Bush: Sjáðu til ... það sem er kaldhæðnislegt er að það sem þeir þurfa að gera er að fá Sýrland til að fá Hizbollah til að hætta þessu kjaftæði og þá er þetta búið.

Blair: [Óskýrt]

Bush: [Óskýrt]

Blair: Sýrland.

Bush: Hvers vegna?

Blair: Vegna þess að ég held þetta sé allt hluti af sama málinu.

Bush: Já.

Blair: Hvað heldur hann? Hann heldur að ef allt verði í lagi í Líbanon, ef við fáum lausn í Ísrael og Palestínu, og Írak þokist í áttina, þá hafi honum tekist þetta.

Bush: Já, hann er sætur.

Blair: Og um það snýst þetta allt saman, það er eins með Íran.

Bush: Mig langar til að segja Kofi að hringja í Assad [forseta Sýrlands] og láta eitthvað gerast.

Blair: Já

Bush: [Óskýrt]

Blair: [Horfir á hljóðnemann.]

Bush: Við erum ekki að kenna Ísrael um þetta og við erum ekkert að kenna líbönsku ríkisstjórninni um ...

Blair: Er þetta ...? [Bankar í hljóðnema og slekkur.]



Fleiri fréttir

Sjá meira


×