Ísraelar hafa viku til að gera árásir 20. júlí 2006 07:00 Á leið yfir landamærin Ísraelskir hermenn héldu yfir landamærin til Líbanons í gær og lentu þar í hörðum átökum við liðsmenn Hizbollah, sem kostuðu tvo ísraelska hermenn og einn Hizbollah-mann lífið. MYND/AP Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira