Erlent

Hafa tekið tvo bæi í Sómalíu

Hermenn og borgarar Mikill fögnuður varð þegar herstjórn múslima hvatti almenna borgara til að grípa til vopna gegn innrásarhernum.
Hermenn og borgarar Mikill fögnuður varð þegar herstjórn múslima hvatti almenna borgara til að grípa til vopna gegn innrásarhernum. MYND/AP

Hundruð eþíópískra hermanna fóru í fyrradag inn í sinn annan bæ í Sómalíu til að styðja stjórn stríðsherra í landinu. Eþíópísk stjórnvöld neita að hafa sent herlið inn í landið en íbúar og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru á öðru máli. Auk þess sveima herþyrlur um svæðið, en engin slík er í eigu sómalska hersins.

Herinn hóf innreið sína síðastliðinn fimmtudag og í kjölfarið lauk friðarviðræðum stjórnar stríðsherranna við íslamska bókstafstrúarmenn. Múslimarnir gengu út af fundinum og sögðu vopnahlé hafa verið rofið með innrás hers Eþíópíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×