Rice á stormasömum fundi 25. júlí 2006 07:30 Öryggisverðir Hópur öryggisvarða gætti lyftudyra meðan Condoleezza Rice og Fuad Saniora ræddu saman í Beirút í gær. MYND/AP Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið. Erlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið.
Erlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira