Erlent

Togarar greiða lausnargjald

 Norskir dómstólar hafa dæmt spænska útgerð til að greiða rúmar 342 milljónir króna í lausnargjald fyrir þrjá togara sem gripnir voru við ólöglegar þorskveiðar nálægt Svalbarða fyrr í mánuðinum. Greiðslan er innborgun á endanlega sekt útgerðarinnar, sem verður ákveðin fyrir dómstólum seinna á árinu.

Saksóknarinn í Tromsö fór fram á 890 milljónir króna í refsingu fyrir að veiða um 600 tonnum af þorski ólöglega. Lögfræðingur útgerðarinnar var ánægður með útkomu mála og sagði að til stæði að kæra norsku landhelgisgæsluna fyrir frelsissviptingu, eignanám og ólögmæta leit, á þeim grundvelli að fiskislóðir kringum Svalbarða tilheyri ekki Norðmönnum einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×