Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir 29. júlí 2006 08:30 Áframhaldandi árásir Ísraelskur hermaður ber sprengju að skriðdreka áður en sveit hans hélt inn í Líbanon í gær. Á sjöunda hundrað Líbanar hafa farist í átökunum undanfarnar rúmar tvær vikurnar og yfir fimmtíu Ísraelar. MYND/AP Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons. Erlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons.
Erlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira