Almenningur bregst við 4. ágúst 2006 00:01 Það er greinilegt af yfirlitum um sölu á fasteignum og bifreiðum sem birt hafa verið undanfarið að almenningur hefur mjög hægt á umsvifum sínum á markaði með þessar vörur og tekið mið af verðbólguspám og horfum í efnahagslífinu sem fjármálastofnanir hafa látið frá sér fara. Oft hefur verið sagt að bílasala og ferðalög til útlanda séu mælikvarðinn á kaupgetu fólks og á því virðist ekki vera nein undantekning nú hvað varðar bílasöluna. Í góðærinu fyrir nokkrum misserum mátti greinilega merkja kaupmáttinn á innflutningi nýrra bíla, enda var gengi íslensku krónunnar þá óeðlilega sterkt, en hún hefur nú leitað jafnvægis sem marka má af því að útflutningsgreinar standa nú betur, og ferðaþjónustufyrirtæki mörg hver sem hafa verið með verðskrár í erlendri mynt sjá nú fram á betri afkomu eftir sumarið en oft áður. Þá njóta erlendir ferðamenn þess nú að fá meira fyrir evruna sína eða dollarann en áður, þótt margir þeirra kvarti eftir sem áður um hátt verðlag á ýmissi þjónustu hér á landi, en það er svo önnur saga. Tölur þær sem Fréttablaðið birti í vikunni um samdráttinn á fasteignamarkaðnum segja sitt um ástandið á þeim vettvangi, og það hlýtur að stefna í verðlækkun þar, hvað svo sem bjartsýnir fasteignasalar segja. Ef skoðaðar eru tölur frá Fasteignamatinu um söluna í ár, þá kemur í ljós að samdrátturinn frá því í júní á þessu ári til síðasta mánaðar er rösklega fjórir af hundraði hvað varðar fjölda eigna, en meiri hlutfallslega ef talað er um verðmæti þeirra. Þegar hins vegar eru teknar sölutölur frá því í júlí á síðasta ári og þær bornar saman við tölur frá því í júlí í ár kemur í ljós að í ákveðnum fasteignaflokkum er samdrátturinn í sölu meira en fjörutíu af hundraði milli ára, en á móti kemur að verðið hefur hækkað á tímabilinu. En það er ekki nóg með að mikill samdráttur hafi orðið á fasteignamarkaðnum frá því í fyrra, heldur virðist lítið sem ekkert hafa dregið úr byggingu nýs húsnæðis á þessum tíma, fyrr en nú á allra síðustu mánuðum að menn verða varir við að heldur sé að hægja á nýbyggingamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu, og var svo vissulega tími til kominn. Húsnæðissprengjan svokallaða á suðvesturhorninu hlaut einhvern tímann að springa og markaðurinn að mettast. Almenningur hefur því rækilega tekið við sér, á meðan stjórnvöld hafa ekki mikið haft sig í frammi fyrr en á allra síðustu vikum við að draga úr þenslunni í landinu. Þannig hefur fólkið sjálft tekið til sinna ráða og er það vel. Það var ekki hægt að búast við eilífri uppsveiflu, en verst er ef stöðugleikinn er fyrir bí. Það er reyndar varla hægt að tala um stöðugleika í landi þar sem stýrivextir eru komnir í hvorki meira né minna en 13 af hundraði og verðbólguspáin er á milli átta og tíu af hundraði, eftir því hver reiknar. Hins vegar eru undirstöður efnahagslífsins traustar eftir góðæri undangenginna ára, og nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að spila rétt úr því sem við höfum á milli handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Það er greinilegt af yfirlitum um sölu á fasteignum og bifreiðum sem birt hafa verið undanfarið að almenningur hefur mjög hægt á umsvifum sínum á markaði með þessar vörur og tekið mið af verðbólguspám og horfum í efnahagslífinu sem fjármálastofnanir hafa látið frá sér fara. Oft hefur verið sagt að bílasala og ferðalög til útlanda séu mælikvarðinn á kaupgetu fólks og á því virðist ekki vera nein undantekning nú hvað varðar bílasöluna. Í góðærinu fyrir nokkrum misserum mátti greinilega merkja kaupmáttinn á innflutningi nýrra bíla, enda var gengi íslensku krónunnar þá óeðlilega sterkt, en hún hefur nú leitað jafnvægis sem marka má af því að útflutningsgreinar standa nú betur, og ferðaþjónustufyrirtæki mörg hver sem hafa verið með verðskrár í erlendri mynt sjá nú fram á betri afkomu eftir sumarið en oft áður. Þá njóta erlendir ferðamenn þess nú að fá meira fyrir evruna sína eða dollarann en áður, þótt margir þeirra kvarti eftir sem áður um hátt verðlag á ýmissi þjónustu hér á landi, en það er svo önnur saga. Tölur þær sem Fréttablaðið birti í vikunni um samdráttinn á fasteignamarkaðnum segja sitt um ástandið á þeim vettvangi, og það hlýtur að stefna í verðlækkun þar, hvað svo sem bjartsýnir fasteignasalar segja. Ef skoðaðar eru tölur frá Fasteignamatinu um söluna í ár, þá kemur í ljós að samdrátturinn frá því í júní á þessu ári til síðasta mánaðar er rösklega fjórir af hundraði hvað varðar fjölda eigna, en meiri hlutfallslega ef talað er um verðmæti þeirra. Þegar hins vegar eru teknar sölutölur frá því í júlí á síðasta ári og þær bornar saman við tölur frá því í júlí í ár kemur í ljós að í ákveðnum fasteignaflokkum er samdrátturinn í sölu meira en fjörutíu af hundraði milli ára, en á móti kemur að verðið hefur hækkað á tímabilinu. En það er ekki nóg með að mikill samdráttur hafi orðið á fasteignamarkaðnum frá því í fyrra, heldur virðist lítið sem ekkert hafa dregið úr byggingu nýs húsnæðis á þessum tíma, fyrr en nú á allra síðustu mánuðum að menn verða varir við að heldur sé að hægja á nýbyggingamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu, og var svo vissulega tími til kominn. Húsnæðissprengjan svokallaða á suðvesturhorninu hlaut einhvern tímann að springa og markaðurinn að mettast. Almenningur hefur því rækilega tekið við sér, á meðan stjórnvöld hafa ekki mikið haft sig í frammi fyrr en á allra síðustu vikum við að draga úr þenslunni í landinu. Þannig hefur fólkið sjálft tekið til sinna ráða og er það vel. Það var ekki hægt að búast við eilífri uppsveiflu, en verst er ef stöðugleikinn er fyrir bí. Það er reyndar varla hægt að tala um stöðugleika í landi þar sem stýrivextir eru komnir í hvorki meira né minna en 13 af hundraði og verðbólguspáin er á milli átta og tíu af hundraði, eftir því hver reiknar. Hins vegar eru undirstöður efnahagslífsins traustar eftir góðæri undangenginna ára, og nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að spila rétt úr því sem við höfum á milli handa.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun