Erlent

Arabar yfirgefi Haifa í Ísrael

Sjeik Hassan Nasrallah Hizbollah-leiðtoginn sem flutti ræðu í sjónvarpi í gær.
Sjeik Hassan Nasrallah Hizbollah-leiðtoginn sem flutti ræðu í sjónvarpi í gær. MYND/AP

Sjeik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, bað alla ísraelska araba um að yfirgefa hafnarborgina Haifa í Ísrael, svo herskár armur samtakanna gæti hert árásirnar á borgina án þess að úthella blóði múslima.

„Verið svo væn að fara svo við úthellum ekki ykkar blóði, sem er okkar blóð,“ sagði Nasrallah í ræðu sem sjónvarpað var í gær.

Jafnframt sagði hann áætlunina sem Sameinuðu þjóðirnar vinna nú að, sem ætlað er að koma á vopnahléi milli Ísraelshers og Hizbollah-samtakanna í Líbanon, vera „ósanngjarna og óréttláta“ því hún gæfi Ísraelum meira en þeir hefðu í raun ætlað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×