Demókratar uggandi yfir niðurstöðum skoðanakannana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 07:43 Afgerandi sigur Harris í kappræðum forsetaefnanna hefur ekki sýnt sig í skoðanakönnunum. Getty/Robert Nickelsberg Demókratar eru sagðir uggandi yfir skoðanakönnunum vestanhafs og óttast að stuðningur við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins, sé vanmetinn. Kamala Harris, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið að mælast með um þriggja prósenta forskot á Trump á landsvísu og þá er einnig afar mjótt á munum í svokölluðum barátturíkjum. Harris hefur verið að mælast með allt að sex prósent forskot á Trump í Pennsylvaníu, þar sem sigur tryggir 19 kjörmenn. Hún er hins vegar með aðeins eins til tveggja prósenta forskot í Michigan og Wisconsin. Þá sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana New York Times og Siena College að Trump hefur náð Harris og aukið fylgi sitt í Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, þar sem hann nýtur nú tveggja til fimm prósenta forskots. Áhyggjur Demókrata byggja meðal annars á því að Trump fékk töluvert meira fylgi í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin í kosningunum 2016 og 2020 en hann mældist með í skoðanakönnunum. Ef skekkjan reynist jafn mikil nú myndi hann fara með sigur af hólmi í öllum barátturíkjunum sjö, en þar er ónefnt Nevada. Samkvæmt spá Focaldata, sem tekur tillit til samsetningu kjósenda á hverjum stað, fengi Harris líklega að meðaltali 2,4 prósent færri atkvæði í barátturíkjunum en kannanir sýna. Demókratar horfa einnig til þess að bæði Hillary Clinton og Joe Biden mældust með meira forskot á Trump árin 2016 og 2020 en Harris nú. Ljósi punkturinn í myrkrinu er hins vegar sá að ef skoðanakannanir reynast jafn „skakkar“ og þær reyndust fyrir þingkosningarnar 2022 þá myndi Harris taka öll barátturíkin utan Georgíu. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 2. okt Sveifluríkin Úrslit 2020 /> Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið að mælast með um þriggja prósenta forskot á Trump á landsvísu og þá er einnig afar mjótt á munum í svokölluðum barátturíkjum. Harris hefur verið að mælast með allt að sex prósent forskot á Trump í Pennsylvaníu, þar sem sigur tryggir 19 kjörmenn. Hún er hins vegar með aðeins eins til tveggja prósenta forskot í Michigan og Wisconsin. Þá sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana New York Times og Siena College að Trump hefur náð Harris og aukið fylgi sitt í Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, þar sem hann nýtur nú tveggja til fimm prósenta forskots. Áhyggjur Demókrata byggja meðal annars á því að Trump fékk töluvert meira fylgi í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin í kosningunum 2016 og 2020 en hann mældist með í skoðanakönnunum. Ef skekkjan reynist jafn mikil nú myndi hann fara með sigur af hólmi í öllum barátturíkjunum sjö, en þar er ónefnt Nevada. Samkvæmt spá Focaldata, sem tekur tillit til samsetningu kjósenda á hverjum stað, fengi Harris líklega að meðaltali 2,4 prósent færri atkvæði í barátturíkjunum en kannanir sýna. Demókratar horfa einnig til þess að bæði Hillary Clinton og Joe Biden mældust með meira forskot á Trump árin 2016 og 2020 en Harris nú. Ljósi punkturinn í myrkrinu er hins vegar sá að ef skoðanakannanir reynast jafn „skakkar“ og þær reyndust fyrir þingkosningarnar 2022 þá myndi Harris taka öll barátturíkin utan Georgíu. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 2. okt Sveifluríkin Úrslit 2020 />
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira