Erlent

Öll lönd hafa skrifað undir

Rauði krossinn tilkynnti í gær að öll fullvalda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algildur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða til undirskriftar, í byrjun ágúst.

Alþjóðlegi Rauði krossinn er sérstakur verndari sáttmálans og sinnir ýmsum störfum í stríðsátökum í skjóli hlutleysis, til að mynda að hlúa að stríðsföngum og flytja boð milli þeirra og aðstandenda.

Talsmaður samtakanna nýtti tækifærið til að áminna ráðamenn um að fara eftir þeim reglum sem gilda um stríðsrekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×