Erlent

Krefjast úrbóta á flugvöllum

Brýnir stjórnvöld Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, á blaðamannafundi í London á föstudag.
Brýnir stjórnvöld Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, á blaðamannafundi í London á föstudag. MYND/AP

Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins.

Auk skilvirkara öryggiseftirlits vill félagið að farþegum verði aftur heimilað að taka með sér hefðbundinn handfarangur og að yfirvöld tryggi að næst þegar viðbúnaðarstig er hækkað snarlega verði lögreglu- og hermenn til taks til að aðstoða við öryggiseftirlit á flugvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×