Erlent

Vitorðsmenn í Hamborg

Húsleit í Kiel Rannsóknarlögreglumenn á vettvangi í íbúð hins handtekna.
Húsleit í Kiel Rannsóknarlögreglumenn á vettvangi í íbúð hins handtekna. MYND/AP

Líbanskur námsmaður, sem grunaður er um að hafa átt þátt í misheppnaðri tilraun til að sprengja heimatilbúna sprengju í þýskri járnbrautalest, átti sér vitorðsmenn í Hamborg, að því er lögregla greindi frá í gær. Eins og kunnugt er voru lykilmenn í flugráns-árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 námsmenn í Hamborg.

Lögregla upplýsti einnig i gær að hún hefði borið kennsl á annan mann sem leitað hefur verið vegna sprengnanna tveggja sem fundust ósprungnar í tveimur lestum um mánaðamótin síðustu. Hans er enn leitað. Í blaðinu Süddeutsche Zeitung var haft eftir heimildarmanni að hinir grunuðu tengdust Hizb-ut-Tahrir, samtökum herskárra múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×