Tækifæri í stöðunni 25. ágúst 2006 00:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra staðfesti í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að frumvörp um fjölmiðlög og um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins yrðu lögð fram á fyrstu dögum haustþings. Á næstu vikum mega landsmenn sem sagt búa sig undir að enn ein atlagan hefjist að því sérstaka gæluverkefni ríkisstjórnarinnar að breyta lagaumhverfi íslenskra fjölmiðla, bæði þeirra einkareknu og hinna sem ríkið starfrækir. Ekkert bendir til annars en að menntamálaráðherra ætli að sitja fast við þann keip að halda þessum tveimur frumvörpum aðskildum þrátt fyrir ábendingar úr fjölmörgum áttum um að ef á annað borð er eindreginn áhugi á nýrri lagasetningu um fjölmiðla, sé rétt og eðlilegt að það verði ekki gert án þess að fjölmiðlamarkaðaðurinn í heild sé tekinn til skoðunar, þar með talin staða og hlutverk Ríkisútvarps og sjónvarps. Menntamálaráðherra lagði þessi frumvörp fram á síðastliðnu vorþingi og náði hvorugt fram að ganga, fremur en þegar forverar þeirra hafa verið lögð fram á fyrri þingum. Margt hefur verið ritað og sagt um bæði þessi frumvörp. Sérstaklega þótti það um Ríkisútvarpið afspyrnuvont, ekki síst sú hugmynd að hlutafélagavæða þessa ríkisstofnun. En burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á rekstrarformi Ríkisútvarpsins þá var stór ljóður á frumvarpi menntamálaráðherra að þar var ekki tekið á með afgerandi hætti hver sérstaða ríkismiðlanna á að vera á fjölmiðlamarkaðinum. Erfitt er að trúa því að menntamálaráðherra ætli að láta sér það tækifæri úr greipum ganga í þriðja sinn. Breska ríkisútvarpið BBC, sem sjálfsagt er virtasta fjölmiðlafyrirtæki heims, réttlætir tilveru sína ekki síst með því að þar er lögð sérstök alúð við framleiðslu á bresku efni. Engin þjóð í heiminum eyðir meira fé hlutfallslega í innlenda dagskrárgerð fyrir sjónvarp en Bretar. Þar vegur ekki síst þungt að til þess að keppa við ríkisrisann BBC um hylli áhorfenda verða einkareknu sjónvarpstöðvarnar að framleiða innlent dagskrárefni, því Bretar, alveg eins og við Íslendingar og aðrar þjóðir, vilja umfram allt horfa á efni frá heimahögunum. Þetta kallast að sinna menningarhlutverki, sem er nánast eina mögulega réttlætingin fyrir því að halda úti ríkisútvarpi og sjónvarpi. Er þá ekki verið að tala um menningu fyrir fáa, heldur efni sem stór hluti þjóðarinnar vill njóta á borð við Spaugstofuna eða Stundina okkar sem er örugglega eitthvert þakklátasta efni sem Ríkissjónvarpið framleiðir. Ef í alvöru á að freista þess að skapa sæmilega sátt um að ríkið sé að vasast í rekstri fjölmiðla í samkeppni við einkafyrirtæki er grundvallaratriði að fá á hreint hver tilgangurinn er að baki Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra hefur tækifæri til þess á komandi þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra staðfesti í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að frumvörp um fjölmiðlög og um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins yrðu lögð fram á fyrstu dögum haustþings. Á næstu vikum mega landsmenn sem sagt búa sig undir að enn ein atlagan hefjist að því sérstaka gæluverkefni ríkisstjórnarinnar að breyta lagaumhverfi íslenskra fjölmiðla, bæði þeirra einkareknu og hinna sem ríkið starfrækir. Ekkert bendir til annars en að menntamálaráðherra ætli að sitja fast við þann keip að halda þessum tveimur frumvörpum aðskildum þrátt fyrir ábendingar úr fjölmörgum áttum um að ef á annað borð er eindreginn áhugi á nýrri lagasetningu um fjölmiðla, sé rétt og eðlilegt að það verði ekki gert án þess að fjölmiðlamarkaðaðurinn í heild sé tekinn til skoðunar, þar með talin staða og hlutverk Ríkisútvarps og sjónvarps. Menntamálaráðherra lagði þessi frumvörp fram á síðastliðnu vorþingi og náði hvorugt fram að ganga, fremur en þegar forverar þeirra hafa verið lögð fram á fyrri þingum. Margt hefur verið ritað og sagt um bæði þessi frumvörp. Sérstaklega þótti það um Ríkisútvarpið afspyrnuvont, ekki síst sú hugmynd að hlutafélagavæða þessa ríkisstofnun. En burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á rekstrarformi Ríkisútvarpsins þá var stór ljóður á frumvarpi menntamálaráðherra að þar var ekki tekið á með afgerandi hætti hver sérstaða ríkismiðlanna á að vera á fjölmiðlamarkaðinum. Erfitt er að trúa því að menntamálaráðherra ætli að láta sér það tækifæri úr greipum ganga í þriðja sinn. Breska ríkisútvarpið BBC, sem sjálfsagt er virtasta fjölmiðlafyrirtæki heims, réttlætir tilveru sína ekki síst með því að þar er lögð sérstök alúð við framleiðslu á bresku efni. Engin þjóð í heiminum eyðir meira fé hlutfallslega í innlenda dagskrárgerð fyrir sjónvarp en Bretar. Þar vegur ekki síst þungt að til þess að keppa við ríkisrisann BBC um hylli áhorfenda verða einkareknu sjónvarpstöðvarnar að framleiða innlent dagskrárefni, því Bretar, alveg eins og við Íslendingar og aðrar þjóðir, vilja umfram allt horfa á efni frá heimahögunum. Þetta kallast að sinna menningarhlutverki, sem er nánast eina mögulega réttlætingin fyrir því að halda úti ríkisútvarpi og sjónvarpi. Er þá ekki verið að tala um menningu fyrir fáa, heldur efni sem stór hluti þjóðarinnar vill njóta á borð við Spaugstofuna eða Stundina okkar sem er örugglega eitthvert þakklátasta efni sem Ríkissjónvarpið framleiðir. Ef í alvöru á að freista þess að skapa sæmilega sátt um að ríkið sé að vasast í rekstri fjölmiðla í samkeppni við einkafyrirtæki er grundvallaratriði að fá á hreint hver tilgangurinn er að baki Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra hefur tækifæri til þess á komandi þingi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun