Erlent

Vinstrimaður vann í Chiapas

Deilt um úrslit Umsátursástand er enn í Mexíkóborg vegna úrslita forsetakosninganna.
Deilt um úrslit Umsátursástand er enn í Mexíkóborg vegna úrslita forsetakosninganna. MYND/AP

Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna.

Úrslitin gátu vart verið naumari þar sem yfir ellefu hundruð þúsund atkvæði voru greidd í kosningunum. Fulltrúar PRI, flokks Aguilar, sögðust umsvifalaust munu kæra úrslitin og saka andstæðingana um kosningasvik.

Enn er óútkljáð deila um hver sé réttkjörinn forseti Mexíkó eftir að frambjóðandi vinstrimanna í nýlega afstöðnum forsetakosningum neitaði að játa sig sigraðan. Áfrýjunardómstóll hyggst úrskurða í þeirri deilu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×