Erlent

Má hlera síma blaðamanna

Hollensku leyniþjónustunni er heimilt að hlera síma blaðamanna en eingöngu þegar öryggi þjóðarinnar er ógnað, samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls í Haag. BBC greinir frá þessu.

Málið kom upp eftir að tveir blaðamenn De Telegraaf birtu fyrr á þessu ári upplýsingar úr leyniskjölum leyniþjónustunnar sem lekið hafði verið til þeirra. Leyniþjónustan lét þá hlera síma þeirra í leit að lekanum. Í júní komst annar dómari að því að leyniþjónustan hefði engan rétt til að hlera síma blaðamanna, en innanríkisráðherrann lét áfrýja þeim dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×