Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði 7. september 2006 06:45 Liðsmaður sérsveitar stjórnarhersins Þessi hermaður fylgist sérstaklega með hjólhestum, en þeir eru vinsæl flutningatæki fyrir sprengjur og önnur vopn. MYND/photos/afp Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum. "Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annaðhvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórnin, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu, en það gerum við ekki." Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopnahléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en hún tengist núverandi átökum við Sampur. Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skilað Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum. Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samningnum verði sagt upp með formlegum hætti, njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfirgefa eyjuna. "En ég sé það ekki í stöðunni, ég held að enginn sé að fara að segja þessum samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag af honum," sagði Þorfinnur í gær. Erlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum. "Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annaðhvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórnin, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu, en það gerum við ekki." Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopnahléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en hún tengist núverandi átökum við Sampur. Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skilað Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum. Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samningnum verði sagt upp með formlegum hætti, njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfirgefa eyjuna. "En ég sé það ekki í stöðunni, ég held að enginn sé að fara að segja þessum samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag af honum," sagði Þorfinnur í gær.
Erlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“