Ísraelsmenn staðfestu í gær að hafnarbanni hefði verið aflétt af Líbanon og að strandlengja landsins væri í umsjá Sameinuðu þjóðanna.
Embættismaður Ísraelsmanna sagði að tafir hefðu orðið á afléttingu bannsins vegna þess að ekki hefði verið vitað hvaða þjóð það yrði sem tæki við gæsluhlutverkinu.
Ákveðið hefur verið að Ítalir komi til með að sinna því, fyrst um sinn, en verkefnið felst í að framfylgja alþjóðlegu viðskiptabanni sem er á Hizbollah-samtökunum. Síðar meir taka þýskir sjóliðar alfarið við strandlengjunni.