Erlent

Fundu hundrað fílsskrokka

Fíll. Tannbein þessara skepna hafa lengi verið eftirsótt.
Fíll. Tannbein þessara skepna hafa lengi verið eftirsótt.

Eftir að þjóðgarðsverðir í Zakouma-garðinum í Tsjad gengu fram á tíu tannlausa fílsskrokka á föstudag fóru þeir í eftirlitsferð og fundu níutíu skrokka til viðbótar. Allir fílarnir höfðu verið drepnir vegna fílabeinstanna, en skrokkarnir skildir eftir á víðavangi.

Verðirnir óttast að enn fleiri fílar hafi verið drepnir, en síðustu mánuði hafa einungis verið taldir 3.020 fílar í garðinum í stað þeirra 4.000 sem þar eru alla jafna.

Öll viðskipti með fílabein hafa verið bönnuð um víða veröld síðan árið 1989. Veiðiþjófarnir eru hins vegar mun fleiri en verðirnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×