Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segist styðja hugmyndir um að koma á fót alþjóðlegu kjarnorkuveri til að auðga úran fyrir þróunarlönd. Hann telur að slíkt ver geti hjálpað til við að verjast frekari útbreiðslu kjarnavopna.
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er nú þegar að skoða möguleikann á slíku kjarnorkuveri. Það yrði þá undir stjórn alþjóðlegrar stofnunar, líklega Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, og myndi vera háð útflutningsreglum hennar.