Erlent

Dauðadómur var staðfestur

Shoko Asahara verður líklega tekinn af lífi innan hálfs árs.
Shoko Asahara verður líklega tekinn af lífi innan hálfs árs.

Hæstiréttur í Japan hafnaði á föstudag áfrýjunarbeiðni frá Shoko Asahara, leiðtoga trúarsafnaðarins Aum Shinrikyo, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturefnaárás í neðanjarðarlestum Tókýóborgar árið 1995.

Áfrýjunarmöguleikar Asaharas eru þar með að mestu tæmdir og verður dauðadóminum þá fullnægt innan hálfs árs. Þó geta lögmenn Asaharas enn freistað þess að krefjast nýrra réttarhalda eða lagt fram neyðarbeiðni um áfrýjun.

Taugagasið sarín var notað í árásunum, sem urðu 27 manns að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×