Erlent

Illa gengur að mynda stjórn

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur frestað viðræðum við Hamas um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Töfin þykir benda til þess að Abbas eigi í erfiðleikum með að fá Hamas til að mýkjast í afstöðu sinni gagnvart Ísrael, en Bandaríkin hafa sett það sem skilyrði ef þau eigi að samþykkja nýju stjórnina að hún viðurkenni Ísraelsríki.

Talsmaður Abbas segir það ekki þjóna neinum tilgangi að mynda stjórn sem ekki viðurkenni Ísrael því það myndi skilja nýju stjórnina eftir í sömu sporum og þá fráfarandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×